Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Vilborg Arna búin að ganga þriðjung ferðar

12.12.2012 - 17:04
Mynd með færslu
 Mynd:
Suðurskautsfarinn Vilborg Arna Gissurardóttir hefur nú lagt að baki um þriðjung ferðarinnar en leiðangurinn er alls 1140 kílómetrar. Hún náði þeim áfanga í gær að komast yfir á 83.breiddargráðu.

Dagurinn í dag er sá tuttugasti og fjórði í göngunni. Í tilkynningu kemur fram að aðstæður hafi verið erfiðar til skíðagöngu á Suðurpólnum í gær. Mikið af nýföllnum snjó og því þungt að draga sleðana. Vilborg hafi þrátt fyrir það náð að ganga þá 20 kílómetra sem hún ætlaði sér.

Á meðan á göngunni stendur safnar Vilborg Arna áheitum til styrktar Líf styrktarfélags Kvennadeildar Landspítalans.