Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra víkur sæti við skipun skólameistara Framhaldsskólans Vesturlands á Akranesi. Lilja ákvað að auglýsa stöðuna lausa til umsóknar og sóttu fjórir um. Þar á meðal er núverandi skólameistari sem stefndi ríkinu vegna auglýsingarinnar. Þar sem Lilja er aðili þess dómsmáls sem menntamálaráðherra víkur hún sæti við skipun skólameistara til næstu fimm ára.