Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Víkur sæti við skipun skólameistara

24.09.2019 - 11:56
Mynd með færslu
 Mynd:
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra víkur sæti við skipun skólameistara Framhaldsskólans Vesturlands á Akranesi. Lilja ákvað að auglýsa stöðuna lausa til umsóknar og sóttu fjórir um. Þar á meðal er núverandi skólameistari sem stefndi ríkinu vegna auglýsingarinnar. Þar sem Lilja er aðili þess dómsmáls sem menntamálaráðherra víkur hún sæti við skipun skólameistara til næstu fimm ára.

Fjórar umsóknir bárust áður en frestur til að skila inn umsóknum rann út. Umsækjendur eru þau Ágústa Elín Ingþórsdóttir skólameistari, Steinunn Inga Óttarsdóttir, sérfræðingur hjá Félagi framhaldsskólakennara, Steingrímur Benediktsson framhaldsskólakennari og Þorbjörg Ragnarsdóttir aðstoðarskólameistari.

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV