Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Vígamenn sendir til síns heima

epa07915518 Turkish Interior Minister Suleyman Soylu visits the Syrian border, in Akcakale district in Sanliurfa, Turkey, 12 October 2019. Turkey has launched an offensive targeting Kurdish forces in north-eastern Syria, days after the US withdrew troops from the area.  EPA-EFE/ERDEM SAHIN
Soleyman Soylu, innanríkisráðherra Tyrklands. Mynd: EPA-EFE - EPA
Vígamenn hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins sem eru í haldi Tyrkja verða sendir til heimalands síns þrátt fyrir að þeir hafi verið sviptir þar ríkisborgararétti. Soleyman Soylu, innanríkisráðherra Tyrklands, greindi frá þessu í morgun.

Ráðherrann sagði að nærri 1.200 erlendir liðsmenn Íslamska ríkisins væru í haldi Tyrkja, en 287 hefðu verið handteknir í hernaðinum  í Sýrlandi.

Ríki heims hefðu tekið upp þá stefnu að svipta vígamenn ríkisborgararétti og láta þá svara til saka þar sem þeir væru staddir, en stjórnvöld í Tyrklandi féllust ekki á það. Þess vegna myndu þau senda þá til síns heima hvað sem ríkisborgararétt snerti.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV