Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Vígamenn drápu 15 í mosku í Búrkína Fasó

13.10.2019 - 06:13
epa05104418 A soldier secures a street outside the Splendid Hotel in Ouagadougou, Burkina Faso, 15 January 2016. At least 20 people were killed on 15 January in a terrorist attack on a restaurant and hotel in the capital of the western African country of
Hryðjuverkamenn úr röðum öfgasinnaðra íslamista hafa einnig gert mannskæðar árásir í Ougadougu síðustu misseri. 30 fórust í árás á Splendid-hótelið þar í borg í janúar 2016.  Mynd: EPA
Minnst fimmtán létu lífið og tveir særðust alvarlega í árás byssumanna á mosku í Búrkína Fasó á föstudagskvöld. Árásarmennirnir réðust inn á meðan bænastund var í mosku í þorpinu Salmossi. Fjölmargir íbúar þorpsins flýðu það eftir árásina. Að sögn BBC hefur enginn hópur lýst yfir ábyrgð á árásinni. 

Mörg hundruð hafa látið lífið í árásum vígamanna í landinu síðustu ár. Flestir eru vígamennirnir herskáir íslamistar. Að sögn flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóððanna er talið að um 250 þúsund íbúar Búrkína Fasó hafi orðið að flýja heimili sín vegna átaka í landinu síðustu þrjá mánuði. 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV