Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Viðskiptaráðherra um tilmæli FME

30.06.2010 - 13:35
Mynd með færslu
 Mynd:
Tilmæli Seðlabankans og FME voru rædd á ríkisstjórnarfundi í morgun. Á blaðamannafundi eftir ríkisstjórnarfundinn lásu Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra upp yfirlýsingu vegna tilmælanna.

Gylfi segist sáttur við tilmælin en leggur áherslu á að ekki sé um niðurstöðu að ræða, heldur séu þetta fyrirmæli um hvernig þessu eigi að haga í nánustu framtíð þar til skorið verður úr þeirri óvissu sem nú er uppi. Hann telur þetta skynsamlega leið, en segir jafnframt að dómstólar eigi síðasta orðið í þessum efnum.

Hann segist eiga von á að áfram verði deilt um málið. Hann segir engan vafa leika á því að tilmælin séu lögleg. Þetta hafi verið eina leiðin að sínu mati til þess að fjármálafyrirtækin gætu haldið áfram starfsemi sinni.