Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Viðmið fyrir fjölmiðla um geðheilbrigðismál

13.06.2019 - 13:21
Mynd: Guðmundur Bergkvist / RÚV
Í samráðsgátt stjórnvalda liggur nú tillaga að nýjum viðmiðum fyrir fjölmiðla um geðheilbrigðismál. Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar og formaður starfshópsins sem samdi tillögurnar, segir viðmiðin ekki reglur heldur ábendingar til fjölmiðla um það hvernig fara ætti með geðheilbrigðismál í fjölmiðlum.

Viðmiðin eru hluti af stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum að sögn Önnu Gunnhildar sem var gestur í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Hún segir viðmiðin ekki eiga að stuðla því að því að dregið verði úr umfjöllum um geðheilbrigðismál. Það sé mikilvægt að talað sé við fólk sem stríðir við eða hefur strítt við geðheilbrigðisvanda. „Við viljum fyrst og fremst styðja og hjálpa til þess að umfjöllunin sé uppbyggileg en ekki fordómafull.“ 

Tillöguna má finna á samráðsgátt stjórnvalda og hægt er að skila inn umsögnum til 1. ágúst.