Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Viðgerðir á dreifikerfinu ganga framar vonum

17.02.2020 - 09:38
Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV
Viðgerðir vegna tjóns sem varð á dreifikerfi rafmagns ganga vel, segir Helga Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar hjá RARIK. Búist er við að endanlegum viðgerðum ljúki mun fyrr en áætlað var í fyrstu.

„Við teljum að allir séu komnir með rafmagn og að viðgerður gangi mjög vel og klárist í þessari viku,“ segir Helga í samtali við fréttastofu. Undanskilið er eitt sumarhús sem búist er við að fái rafmagn í dag.

Helga ítrekar þó að það geti vel verið að þegar fólk fer í sumarhúsin sín, og önnur húsnæði sem eru venjulega ekki mönnuð, að þá uppgötvi fólk rafmagnsleysi. Fólk getur þá haft samband við RARIK. Helga bendir líka á að enn geti orðið tímabundnar rafmagnstruflanir á meðan verið er að gera við.