Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Viðbúnaður í Breiðholti vegna mannsláts

18.12.2015 - 19:27
Mynd með færslu
 Mynd: rúv
Tveir menn eru í haldi lögreglu eftir að maður fannst látinn í Breiðholti samkvæmt heimildum fréttastofu. Lögreglan er með mikinn viðbúnað en maðurinn lést eftir fall fram af svölum síðdegis. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn, staðfesti í samtali við fréttastofu að maður hefði látist í Breiðholti en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið.

Málið er í rannsókn og ekki er vitað hvort mennirnir tveir tengist láti mannsins en þeir voru með hinum látna í íbúðinni þegar hann féll fram af svölunum.

 

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV