Tveir menn eru í haldi lögreglu eftir að maður fannst látinn í Breiðholti samkvæmt heimildum fréttastofu. Lögreglan er með mikinn viðbúnað en maðurinn lést eftir fall fram af svölum síðdegis. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn, staðfesti í samtali við fréttastofu að maður hefði látist í Breiðholti en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið.