Mælingar með gerfihnöttum vanmátu verulega umfang öskunnar og stærð kornanna í öskunni sem barst í andrúmsloftið frá gosunum í Eyjafjallajökli og Grímsvötnum árin tvö þúsund og tíu og tvö þúsund og ellefu. Hvort tveggja var frá því að vera tvöfalt og upp tífalt meðað gerfihnattamælingar. Þetta er niðurstaða rannsóknar breskra og íslenskra vísindamanna, en skýrsla þeirra var birt í dag. Viðbrögðin sem gripið var til í því skyni að tryggja örygga flugumferð voru í þessu ljósi hárrétt, segir Þorvaldur Þórðarson prófessor í eldfjallafræði, en hann var einn vísindamannanna sem stýrðu rannsókninni. Hér er hægt að hlusta á ítarlegt viðtal Spegilsins við hann.