Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

„Viðbrögð við breyttum veruleika"

19.09.2015 - 15:37
Mynd með færslu
 Mynd: Skjáskot - RÚV
Ríkisstjórn Íslands mun verja 2 milljörðum króna á næstu tveimur árum í aðstoða við flóttafólk og hælisleitendur. Þetta kom fram á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar um málefni flóttamanna, sem nú stendur yfir í ráðherrabústaðnum.

Sigmundur Davið Gunnlaugsson, forsætisráðherra, sagði að með hjálp ráðherranefndar um málefni flóttamanna hafi tekist að setja saman áætlun sem ríkisstjórnin hafi mikla trú á.

Mun stærra vandamál en búist var við
„Við teljum að þessi áætlun standist allan samburð við það sem aðrir þjóðir hafa gert og hún er öðrum hvatning," sagði Sigmundur. 

Sigmundur það vera grunnforsendu að litið sé á heildarmynd flóttamannavandans. „Þegar við skoðuðum þetta áttuðum við okkur á því að vandamálið er mun stærra en við héldum í fyrstu. Við þurfum að skoða hvernig við getum tekið á móti kvótaflóttamönnum, en einnig þeim sem eru að flýja stríðsátök. Einnig er mikilvægt að huga að því hvernig við getum orðið að liði á þeim stöðum sem að flóttafólk dvelur," sagði Sigmundur og nefndi flóttamannabúðir í Líbanon í því samhengi. 

Einum milljarði króna verður varið í aðstoð við flóttafólk og hælisleitendur á þessu ári og því næsta. Fénu verður varið til fjárstuðnings við alþjóðastofnanir og hjálparsamtök, til móttöku flóttafólks og hælisleitenda til Íslands, og til aðgerða sem umbylt geta og hraðað afgreiðslu hælisumsókna hérlendis.

Kallar á langtímahugsun
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði að ekki væri að hægt að líta á aðstoð íslenskra stjórnvalda við flóttamenn sem átaksverkefni, heldur þurfi langtímahgusun. Þetta eru viðbrögð við breyttum veruleika," sagði Bjarni.

„Við þurfum að horfa til þeirrar neyðar sem komin er upp í Evrópu líka. Við þurfum að rétta fram hjálparhönd með vönduðum vinnubrögðum og undirbúningi, sem tryggir að þegar við tökum á móti kvótaflóttafólki frá nærsvæðum Sýrlands sé til staðar aðbúnaður og aðstaða við hæfi."

Bjarni sagði það ánægjulegt hve mikla aðstoða íslensk sveitarfélög hafa boðið fram í þessum málum.

„Með þessum auknu framlögum erum við að tryggja að þær stofnanir og þau ráðuneyti sem koma að þessum málum, hafi auki svigrum til að styðjast við. Hvort sem það er Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna, barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, eða önnur samtök. Velferðar- og félagsmálaráðuneytið þarf að hafa nægilegara fjárheimildir til að taka á þessum breyttu aðstæðum. Þetta eru stór skref, en ekki endirinn á neinu, heldur upphaf á þeim breytta veruleika sem við horfum fram á."

 

Guðmundur Björn Þorbjörnsson
dagskrárgerðarmaður