Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Viðar Örn Kjartansson í Fylki

Mynd með færslu
 Mynd:

Viðar Örn Kjartansson í Fylki

28.02.2013 - 20:50
Knattspyrnumaðurinn Viðar Örn Kjartansson er genginn í raðir úrvalsdeildarliðs Fylkis og hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið. Frá þessu er greint á vefsíðunni fótbolti.net.

Viðar Örn, sem er á 23. aldursári, kemur til Fylkis frá uppeldisfélagi sínu Selfossi sem féll úr úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Hann hefur allan sinn feril leikið með Selfossi að undanskildu árinu 2009 þegar hann lék með ÍBV. Hann á að baki 129 leiki með meistaraflokki í deildum og bikar með liðunum tveimur og hefur skorað í þeim 45 mörk. Þá hefur hann leikið tíu leiki með yngri landsliðum Íslands.

Fylkir hefur nú fengið til sín fimm nýja leikmenn fyrir komandi tímabil en auk Viðars Arnar eru komnir til félagsins þeir Pablo Punyed frá Fjölni, Tryggvi Guðmundsson frá ÍBV, Sverrir Garðarsson frá Haukum og Kristján Páll Jónsson frá Leikni Reykavík. Þá hafa fimm leikmenn yfirgefið félagið frá síðustu leiktíð, þeir Björgólfur Takefusa, Ingimundur Níels Óskarsson, Jóhann Þórhallsson, Emil Ásmundsson og David Elebert.