Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Við vitum hvert stefnir en gerum ekkert

25.02.2015 - 18:45
Mynd með færslu
 Mynd:
Mynd:  / 
Líkurnar á því að meðalhlýnun á jörðinni verði fari ekki yfir tvær gráður á Celsius á öldinni eru mjög litlar. Líkurnar eru miklu meiri á hlýnunin verði fjórar til sex gráður með afar alvarlegum afleiðingum.

Þetta segir Kevin Anderson prófessor í orku og loftslagsmálum við háskólann í Manchester og aðstoðarforstjóri Tyndall rannsóknarstofnunarinnar í loftslagsmálum við háskólann í Austur Anglíu í Englandi. Hann flutti fyrirlestur um loftslagsmál við Háskóla Íslands í dag. Ef okkur er alvara með að halda hlýnuninni í skefjum, halda henni innan tveggja gráða þá vitum við alveg hvað þarf að gera og vitum að við þurfum að bregðast við fljótt.Okkur eru ekki gefnir neinir frestir segir Kevin Anderson. Tvennt blasir við segir hann.  Við vitum að við ráðum ekki enn yfir þeirri tækni sem þarf til að draga stórlega úr losun, og þess vegna þurfum við að draga stórlega úr eftirspurn eftir orku, sem hefur í för með sér losun gróðurhúsalofttegunda. Samtímis þarf að efla rannsóknir og þróun annarra orkugjafa. Þegar ég geng um götur Reykjavíkur sé ég að Íslendingar eru mjög hrifnir af stórum og öflugum bílum. Ég sé líka að litlir bílar spjara sig vel þótt færðin sé eins og hún er. Íslendingar geta dregið úr eftirspurn eftir óhreinni orku með því að aka um á sparneytnari bílum. Hér er eitt dæmi um að auðveldlega er unnt að draga úr losuninni og hún á auðvitað ekki bara við um Ísland.  

Anderson þekkir vel umræðuna um það hvort nýta eigi allar tiltækar olíu og gaslindir jarðarinnar, eða hvort nauðsynlegt sé að láta staðar numið.
Þessi umræða á sér ekki bara stað í Noregi og á Íslandi. Í Bretlandi er mikil umræða um hvort eigi að nýta nýfundnar gaslindir. Mitt svar er það, segir hann að ef við brennum allt jarðefnaeldsneyti sem við þekkjum jafngilsir það því að brenna jörðina. Við sem störfum í þessum rannsóknum höfum  komist að þeirri niðurstöðu að við megum í mesta lagi brenna fimmtungi af þeim þekktum en ónýttum olíu og gasbirgðum sem við eigum, ef við ætlum að eiga möguleika á að ná markmiðinu um tveggja gráðu hlýnun. En hvernig myndi hann lýsa afleiðingum fjögurra gráðu 
Fyrir okkur sem búum á Bretlandi eða Íslandi hljómar það ekki sérstaklega illa að að hlýni um fjórar gráður.Við gætum alveg lifaðvið  það. En við erum að tala um meðalhlýnun á jörðinni og hlýnunin verður mest næst skautunum og á lægri breiddargráðum þar sem býr mikill mannfjöldi og jafnframt fátækast hluti mannkyns. Hafa ber einnig í huga að þegar við tölum fjögurra gráða meðalhlýnun þá erum við að tala um allan hnöttinn. Höfin hlýna hægar en land, og þetta þýðir að hlýnunin á landi gæti orðið sex til átta gráður. Það er meira en við erum tilbúin að takast á við og afleiðingarnar yrðu hrikalegar, meðal annars fyrir uppskeru og matvælaframleiðslu og heimi þar sem ör  mannfjölgun er stór vandi. Anderson minnir á hitabylgjuna í Evrópu árið tvö þúsund og þrjú sem kostaði tuttugu til þrjátíu þúsund manns lífið. Slíkar náttúrlegar sveiflur ofan á hlýnunina eru þegar orðnar illviðráðanlega, hvað þá ef þær leggjast ofan á loftslag sem er orðið fjögurra til átta gráðum hlýrra en nú er.  Við sæjum breytingar á öllum sviðum, aðgangi að vatni, við fengjum hærra sjávarborð, breytt úrkomumynstur, breyttar og öfgafyllri sveiflur í veðri, í stuttu máli breytingar sem yrðu afdrifaríkari en svo að samfélög okkar geti lagað sig að því sem koma skal á þeim stutta tíma sem er til 
 Þetta er hrikaleg framtíð sem við erum að búa afkomendum okkar og við búum þeim hana vitandi vits. Við vitum um þessar afleiðingar af athöfnum okkar,  að við höfum hingað til ákveðið að gera ekki það sem við vitum að við verðum að gera segir Kevin Anderson, sem sjálfur reynir að axla persónulega ábyrgð með athöfnum sínum. Hann flýgur til dæmis ekki milli staða þegar hann fer í fyrirlestraferðir, heldur ferðast með lestum eða siglir. Til Íslands kom hann til dæmis með Brúarfossi og segir það hafa verið mikið ævintýri að upplifa Norður Atlandshafið í svo úfnum vetrarham.