Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

„Við vitum ekki hvar líkið af honum er“

02.10.2019 - 22:21
Mynd: EPA-EFE / EPA
Við vitum ekki enn hvar líkamsleifarnar eru, segir unnusta Jamals Khashoggis sádiarabíska blaðamannsins sem var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sádi-Araba í Istanbúl. Hún krefur krónprins Sáda um svör og segir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og Evrópuríki hafa brugðist í málinu. Í dag er eitt ár frá því að Khashoggi var myrtur.

Fjöldi fólks kom saman við ræðismannsskrifstofuna í Istanbúl í dag til þess að minnast Khashoggis. Þeirra á meðal var Hatice Cengiz, unnusta hans, sem beið eftir honum þar þegar hann skrapp inn til þess að sækja skjöl fyrir ári. „Fyrir ári beið ég ein eftir Jamal en í ár bíður allur heimurinn eftir Jamal. Við bíðum eftir að Jamal fái réttlæti,“ segir Cengiz. 

epa07888367 Turkish police guards near picture of Saudi dissident journalist Jamal Khashoggi in front of Saudi consulate before an event marking marks one-year anniversary of the assassination of Saudi dissident journalist Jamal Khashoggi  in Istanbul, Turkey, 02 October 2019. Saudi dissident journalist Jamal Khashoggi, whose remains have not been found, was assassinated at the Saudi Arabian consulate building in Istanbul on 02 October 2018.  EPA-EFE/TOLGA BOZOGLU
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Jamal Khashoggi var myrtur fyrir ári síðan.

Khashoggi snéri aldrei til baka. Í upphafi fullyrtu yfirvöld í Sádi-Arabíu að hann hefði yfirgefið skrifstofuna heill á húfi en drógu síðar í land og viðurkenndu morðið. Í heimildarmynd bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar PBS, sem var frumsýnd í gær, kemur fram að Mohammed Bin-Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi sagst bera ábyrgð á morðinu því það var framið á hans vakt. „Við vitum ekki hvar líkið af honum er. Hann hefur ekki verið jarðsettur. Ef Bin-Salman axlar fulla ábyrgð á þessu ættum við að geta beðið fengið svör. Þá ætti krónprinsinn að svara,“ segir Cengiz. 

Hún gagnrýnir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fyrir að hafa ekki enn fyrirskipað alþjóðlega rannsókn á málinu. „Evrópulöndin sýndu heldur enga raunverulega tilburði til þess að hægt væri að taka næstu skref í málinu,“ segir Cengiz. 

Sádi-Arabía nú opin ferðamönnum

Málið hefur komið sér illa fyrir krónprinsinn sem hefur á sama tíma unnið hörðum höndum að því að fegra ímynd Sádi-Arabíu. Liður í því er að opna landið - sem áður var lokað - fyrir ferðamönnum. Ríkisborgarar um fimmtíu landa, þar á meðal Íslendingar, geta nú sótt um vegabréfsáritun á netinu. 

epa07881698 (FILE) - US President Donald J. Trump (L) shakes hands with Mohammed bin Salman bin Abdulaziz Al Saud (R), Deputy Crown Prince and Minister of Defense of the Kingdom of Saudi Arabia, before a lunch in the State Dining Room of the White House in Washington, DC, USA, 14 March 2017  (issued 30 September 2019). In an exclusive interview with US television network CBS on 29 September 2019, Mohammed bin Salman warned the international community of the threat posed by Iran to the global oil trade. Iran has been accused by Saudi Arabia and the US of attacking two oilfields in eastern Saudi Arabia last month, allegations that Tehran have denied.  EPA-EFE/MICHAEL REYNOLDS
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Mohammed Bin-Salman og Donald Trump Bandaríkjaforseta virðist vel til vina.
olofr's picture
Ólöf Ragnarsdóttir
Fréttastofa RÚV