Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

„Við þurfum spítala strax, helst í gær“

Mynd: RÚV / RÚV
Uppbygging nýs Landspítala hefur valdið miklum deilum, innan heilbrigðisstétta og spítalans, og milli stjórnmálamanna undanfarin ár. Skoðanakannanir hafa sýnt að stór hluti almennings hefur miklar efasemdir um uppbygginguna við Hringbraut. Getur verið að í náinni framtíð verði jafnvel þörf á öðrum spítala, til viðbótar við þann sem verið er að byggja?

Sérfræðingar á borgarafundi um heilbrigðismál í Háskólabíói, þau Birgir Jakobsson landlæknir, Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans, Arna Guðmundsdóttir formaður Læknafélags Reykjavíkur og Hildigunnur Svavarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Sjúkrahúsinu á Akureyri, voru spurð um framtíð Landspítalans.