Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

„Við erum öll að springa úr stolti í dag“

epa08208069 Hildur Guonadottir poses in the press room with the Oscar for Best Original Score for 'Joker' during the 92nd annual Academy Awards ceremony at the Dolby Theatre in Hollywood, California, USA, 09 February 2020. The Oscars are presented for outstanding individual or collective efforts in filmmaking in 24 categories.  EPA-EFE/DAVID SWANSON
 Mynd: EPA-EFE - EPA

„Við erum öll að springa úr stolti í dag“

10.02.2020 - 07:49

Höfundar

Margir landsmenn vöktu yfir Óskarsverðlaununum í nótt þar sem Hildur Guðnadóttir varð fyrsti Íslendingurinn til þess að hljóta þessi eftirsóttu verðlaun. Aðrir sjá tíðindin nú í morgunsárið og gleðjast með Hildi. Meðal þeirra er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. 

„Til hamingju Hildur með þennan ótrúlega árangur og hvatningu til kvenna um allan heim. Við erum öll að springa úr stolti í dag!“ skrifar Katrín á Twitter-síðu sína.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra óskaði Hildi einnig til hamingju. Hún þakkaði henni fyrir að hvetja stelpur og konur til að gefa ekkert eftir.

Ræða Hildar hefur vakið mikla athygli víða um heim.

Tengdar fréttir

Kvikmyndir

Hildur um sigurinn: Þetta var býsna brjálað augnablik

Menntamálaráðherra sendir Hildi hamingjuóskir

Menningarefni

Hildur vann Óskarinn fyrst Íslendinga