Það kann að ráðast í dag hvort það verði af formlegum stjórnarmyndunarviðræðum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Engin niðurstaða fékkst um það á þingflokksfundi Vinstri grænna sem stóð fram á níunda tímann í gærkvöld. Hlé var gert á fundinum sem heldur áfram klukkan 13 í dag. Ekki er ljóst hvenær niðurstöður liggja fyrir.