Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

VG ræður ráðum sínum áfram í dag

13.11.2017 - 06:16
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Það kann að ráðast í dag hvort það verði af formlegum stjórnarmyndunarviðræðum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Engin niðurstaða fékkst um það á þingflokksfundi Vinstri grænna sem stóð fram á níunda tímann í gærkvöld. Hlé var gert á fundinum sem heldur áfram klukkan 13 í dag. Ekki er ljóst hvenær niðurstöður liggja fyrir. 

Flokkarnir þrír hafa átt óformlegar viðræður síðan á föstudag. Í viðræðum flokkanna undanfarna daga hefur verið farið yfir helstu málefni, eins og uppbyggingu innviða og styrkingu heilbrigðis- og menntakerfis. 

Þingflokkar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks funduðu ekki í gær, en samkvæmt heimildum fréttastofu eru báðir flokkarnir reiðubúnir til að ræða formlega um myndun ríkisstjórnar ásamt Vinstri grænum.