Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

VG birtir framboðslista í sameinuðu sveitarfélagi

Mynd með færslu
 Mynd: VG
Jódís Skúladóttir, lögfræðingur og sérfræðingur í loftslagsmálum, leiðir framboðslista Vinstri grænna í sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Fljótsdalshéraðs, Djúpavogshrepps og Seyðisfjarðarkaupstaðar.

Tillaga uppstillingarnefndar um framboðslista VG var samþykkt á fundi á Egilsstöðum i gær. Efstu fjögur sætin skipa fulltrúar úr öllum sveitarfélögunum. Kosið verður til sveitastjórnar 18. april.  

1. Jódís Skúladóttir, lögfræðingur, Fljótsdalshéraði
2. Helgi Hlynur Ásgrímsson, útvegsbóndi, Borgarfirði eystra
3. Þórunn Hrund Óladóttir, aðstoðarskólastjóri, Seyðisfirði
4. Ania Czeczko, félagsráðgjafi, Djúpavogshreppi
5. Andrés Skúlason, forstöðumaður, Djúpavogshreppi
6. Svandís Egilsdóttir, skólastjóri, Seyðisfirði
7. Pétur Heimisson, heimilislæknir, Fljótsdalshéraði
8. Kristbjörg Mekkín Helgadóttir, framhaldsskólanemi, Fljótsdalshéraði
9. Ásgrímur Ingi Arngrímsson, kennari, Fljótsdalshéraði
10. Kristín Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur, Seyðisfirði

 

agusto's picture
Ágúst Ólafsson
Fréttastofa RÚV