Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Vetrarfærð en þó flestir vegir færir nema á Vestfjörðum

26.01.2020 - 07:44
Mynd með færslu
 Mynd: Jóhann Bjarni Kolbeinsson - RÚV
Utan Vestfjarða eru allir helstu þjóðvegir færir nema leiðin um Þverárfjall. Víða er þó vetrarfærð; hálka og hálkublettir og sumstaðar snjóþekja. Á Vestfjörðum eru margir fjallvegir lokaðir vegna ófærðar og veðurs.

Lokað er um Steinadalsheiði, Þröskulda og Steingrímsfjarðarheiði, Þorskafjarðarheiði, Klettsháls og Kollafjarðarheiði eru lokuð og Vestfjarðarvegur um Dynjandis- og Hrafnseyrarheiði líka. Þá er Strandavegur lokaður norðan Bjarnarfjarðar.

Á vef Vegagerðarinnar segir að vegna veðurs sé beðið með mokstur í Reykhólasveit, á Þröskuldum og Steingrímsfjarðarheiði, en aðstæður til moksturs kannaðar þegar líður á morguninn. 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV