Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Verkfall tónlistarkennara er hafið

22.10.2014 - 06:51
Mynd með færslu
 Mynd:
Verkfall tónlistarkennara er hafið en það tekur til um 500 kennara í Félagi tónlistarkennara. 93 prósent þeirra samþykktu verkfallsboðun.

Samninganefndir tónlistarskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga, funduðu hjá Ríkissáttasemjara fram á kvöld í gær án þess að leysa kjaradeiluna. Sigrún Grendal, formaður Félags tónlistarskólakennara, segir enn mikið bera í milli.  „Það er alveg kýrskýrt markmið hjá okkur, tónlistarkennurum og stjórnendum tónlistarskóla, að við viljum vera jafn sett og aðrir kennarar og stjórnendur í öðrum skólagerðum. Við erum langt frá því að ná því markmiði, því miður.“