Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Verkfall flugmanna gæti kostað milljarða

13.05.2014 - 05:31
Mynd með færslu
 Mynd:
Icelandair hefur sent frá sér afkomuviðvörun vegna verkfallshrinu flugmanna á næstu vikum. Fyrstu tölur benda til að tap Icelandair vegna aðgerða flugmanna nemi allt frá 1,5 til 1,7 milljarða.

Félagið varar við því að sú tala gæti orðið mun hærri, meðal annars vegna bótaskyldu gagnvart farþegum sem áttu bókað far í flugferðir sem hafa fallið, eða eiga eftir að falla niður. Gunnar Valur Sveinsson, verkefnisstjóri hjá Samtökum ferðaþjónustunnar, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að þegar sé farið að bera á afbókunum ferðamanna. Verkfallið skapi óvissu fram í tímann og nú þegar sé erlendir aðilar byrjaðir að velta því fyrir sér að afbóku ferðir í júní og júlí vegna óvissunnar sem nú er uppi.