Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Verkfall á prentmiðlum hafið

05.12.2019 - 10:10
Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Verkfall blaðamanna sem starfa við prentútgáfu Morgunblaðsins og Fréttablaðsins, auk ljósmyndara og tökumanna, hófst klukkan tíu og stendur til tíu í kvöld.

Þetta er fyrsta vinnustöðvunin á prentmiðlum í verkfalli blaðamanna en fyrri vinnustöðvanir tóku eingöngu til netmiðla, auk ljósmyndara og tökumanna. 

Í síðustu viku felldu blaðamenn nýjan kjarasamning BÍ og Samtaka atvinnulífsins. Fulltrúar úr samninganefndunum funduðu síðast á þriðjudag en ekkert samkomulag virðist í sjónmáli.

Sú sem þetta skrifar er ekki félagi í Blaðamannafélagi Íslands.