Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Verður væntanlega ekki mikið hlaup

25.08.2012 - 13:44
Mynd með færslu
 Mynd:
Hlaupið úr vestri Skaftárkatlinum verður að öllum líkindum ekki mikið þar sem það hljóp úr katlinum í fyrra. Þá séu hlaup úr þessum katli yfirleitt minni. Þetta segir Snorri Sophaníasson hjá Veðurstofu Íslands. Hann segir hins vegar að beðið sé eftir hlaupi úr eystri katlinum, hann sé orðinn fullur.

Stundum hafi hlaup úr vestri katlinum komið hlaupi úr þeim eystri af stað. Veðurstofan fylgist áfram grannt með gangi mála en búast má því að hlaupið nái í Skaftá eftir fimm til sex tíma.