Hlaupið úr vestri Skaftárkatlinum verður að öllum líkindum ekki mikið þar sem það hljóp úr katlinum í fyrra. Þá séu hlaup úr þessum katli yfirleitt minni. Þetta segir Snorri Sophaníasson hjá Veðurstofu Íslands. Hann segir hins vegar að beðið sé eftir hlaupi úr eystri katlinum, hann sé orðinn fullur.