Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Verðfall á fjármálamörkuðum

12.03.2020 - 08:55
epaselect epa08287912 A man is reflected against digital market boards at the Australian Securities Exchange (ASX) in Sydney, Australia, 12 March 2020. The Federal Government's stimulus package failed to lift the share market on Thursday, which slumped by as much as 7.16 percent in the early afternoon.  EPA-EFE/STEVEN SAPHORE AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
 Mynd: EPA-EFE - AAP
Verðfall var á fjármálamörkuðum í Asíu og olíuverð lækkaði eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í gærkvöld að flug frá Evrópu til Bandaríkjanna yrði stöðvað í einn mánuð vegna COVID-19 kórónaveirunnar. Sama var uppi á teningnum í fyrstu viðskiptum í Evrópu í morgun.

Vísitölur lækkuðu mis mikið í Asíu, en lækkunin nam 4,4 prósentumí lok viðskipta í Tókýó , 3,5 prósentum í Hong Kong, sex prósentum í Mumbai og meira en átta prósentum í Bangkok.

Ástralska ASX 200 vísitalan lækkaði um 7,4 prósent sem er mesta lækkun á einum degi frá 2008. Í kauphöllinni í Manila lækkaði vístalan um tíu prósent þegar út spurðist að Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, ætlaði í sýnatöku vegna COVID-19.

Þegar viðskipti hófust í kauphöllum Evrópu var sama uppi á teningnum. Í Lundúnum, Frankfurt og París lækkuðu vísitölur um meira en fimm prósent.

Í Danmörku þar sem skólastarfi hefur verið aflýst og meirihluti ríkisstarfsmanna sendur heim næsta hálfa mánuðinn lækkaði C25-visitalan um 6,3 prósent.

Einnig var mikil lækkun í Ósló og Stokkhólmi. Þá hélt verð á hlutabréfum í flugfélaginu Norwegian áfram að lækka og hefur lækkað um 15 prósent í morgun.

 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV