
Verðfall á fjármálamörkuðum
Vísitölur lækkuðu mis mikið í Asíu, en lækkunin nam 4,4 prósentumí lok viðskipta í Tókýó , 3,5 prósentum í Hong Kong, sex prósentum í Mumbai og meira en átta prósentum í Bangkok.
Ástralska ASX 200 vísitalan lækkaði um 7,4 prósent sem er mesta lækkun á einum degi frá 2008. Í kauphöllinni í Manila lækkaði vístalan um tíu prósent þegar út spurðist að Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, ætlaði í sýnatöku vegna COVID-19.
Þegar viðskipti hófust í kauphöllum Evrópu var sama uppi á teningnum. Í Lundúnum, Frankfurt og París lækkuðu vísitölur um meira en fimm prósent.
Í Danmörku þar sem skólastarfi hefur verið aflýst og meirihluti ríkisstarfsmanna sendur heim næsta hálfa mánuðinn lækkaði C25-visitalan um 6,3 prósent.
Einnig var mikil lækkun í Ósló og Stokkhólmi. Þá hélt verð á hlutabréfum í flugfélaginu Norwegian áfram að lækka og hefur lækkað um 15 prósent í morgun.