Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Verða í Jay Leno

17.05.2012 - 15:36
Mynd með færslu
 Mynd:
Íslenska hljómsveitin Of Monsters and Men verða gestir í spjallþætti Jay Leno þann 29.júní. Þetta kemur fram á Fésbókar-síðu hljómsveitarinnar. Þetta verður í annað sinn sem sveitin spilar í bandarískum spjallþætti því hún kom einnig fram hjá bandaríska spéfuglinum Jimmy Fallon.

Jay Leno er einn vinsælasti spjallþáttastjórnandi Bandaríkjanna og hefur um árabil fengið margar af skærustu stjörnum heims í heimsókn til sín. Því er ljóst að um töluvert mikla kynningu er að ræða fyrir íslensku sveitina.