Aðeins má nýta um 25% af þekktum olíu- og gaslindum í heiminum ef takast á að halda hlýnun jarðar innan við 2°C frá því sem var fyrir iðnbyltingu. Hin 75 prósentin verða að liggja óhreyfð.Þetta kemur fram í drögum að stöðuskýrslu Vísindanefndar SÞ um loftslagsbreytingar sem birt verður á laugardag.