Verð á hótelgistingu lækkaði um 12,5% milli ára

03.01.2020 - 07:48
Hlutlausar myndir af hótelþernu við þrif. Tekið fyrir verkfall 2019.
 Mynd: Fréttir
Verð á hótelgistingu í Reykjavík var tæpum 16 prósentum lægra í desember síðastliðnum en í sama mánuði árið 2018. Að sama skapi var nýting hótelherbergja í borginni minni. 

Í Hagsjá Hagfræðideildar Landsbanka Íslands segir að þetta hafi verið sextándi mánuðurinn í röð sem verið lækkaði. Mest var lækkunin frá maí og segir í samantekt bankans að það megi eflaust að mestu mestu leyti rekja til falls WOW air í lok mars og minni nýtingar herbergja. 

Meðalverð á hótelherbergi í Reykjavík var 160 evrur árið 2018 en hafði lækkað í 140 evrur 2019. Verðlækkun milli ára var 12,5 prósent. Nýting hótelherbergja í Reykjavík hefur farið úr tæpum 85 prósentum árið 2017, þegar hún var hæst, í tæp 77 prósent á síðasta ári. 

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi