Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Veldu orð ársins 2015 – kosning

Mynd með færslu
 Mynd: Ólöf Erla Einarsdóttir - RÚV

Veldu orð ársins 2015 – kosning

13.12.2015 - 17:20
Landsmönnum gefst kostur á að velja orð ársins 2015. RÚV, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Mímir, félag stúdenta í íslensku og almennum málvísindum við Háskóla Íslands standa fyrir valinu sem nú fer fram í fyrsta sinn.
Orðin sem valið stendur um endurspegla umræðuna í þjóðfélaginu á liðnu ári. Tíu orð eru á listanum úr ólíkum áttum. Hvert þessara orða telur þú að sé einkennandi fyrir árið?

Kosningin verður opin til áramóta og niðurstöðurnar verða kynntar á menningarhátíð RÚV á þrettándanum.

Kosningu er lokið