Veist þú hvert skatturinn fer?

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

Veist þú hvert skatturinn fer?

07.11.2019 - 14:55
Það er ýmislegt sem er gott að kunna skil á þegar maður byrjar að vinna. Hvort sem um er að ræða framtíðarstarf eða tímabundið starf.

Í þriðja þætti af KLINK er farið yfir allt það sem hafa þarf í huga þegar byrjað er að vinna. Í hvaða lífeyrissjóð er greitt, hvaða kjarasamningar eru í gildi, hvað stéttarfélagið þitt gerir og í hvað skattarnir fara. Hvað kemur svo fyrir þá sem eru verktakar en ekki launþegar?

KLINK eru fræðsluþættir um fjármál sem ætlaðir eru fyrir ungt fólk. Þættirnir fjalla meðal annars um fjárhagslegt virði einstaklinga, lántöku, launaseðilinn, tekjur og gjöld og allt það sem við kemur veski ungs fólks.