Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Vegurinn um Þverárfjall stórskemmdur

Mynd með færslu
 Mynd:
Hluti vegarins um Þverárfjall er stórskemmdur og burðarlagið í honum að brotna niður. Rangt efni var notað í veginn þegar hann var lagður fyrir áratug auk þess sem ekki hafa fengist fjármunir í eðlilegt viðhald.

Efsta burðarlagið molnar smám saman niður

Þverárfjallsvegur er 37 kílómetra langur og liggur frá Sauðárkróki að Skagastrandarvegi. Á fimmtán kílómetra kafla er vegurinn mjög illa farinn.  Sá kafli var tekinn í notkun fyrir aðeins tíu árum. Efsta burðarlagið í veginum er gefa sig og molnar smám saman niður undan umferð og tíðarfari. Áætlað er að viðgerð á veginum kosti á bilinu 20 til 25 milljónir króna á kílómeter. Það þýðir að viðgerð á 15 kílómetrum gæti kostað allt að 375 milljónum króna.

Segir skort á viðhaldi 

Rúnar Pétursson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Sauðárkróki segir að þrátt fyrir að rangt efni hafi verið notað í efsta burðarlag vegarins á sínum tíma, væri hann alls ekki orðinn svona illa farinn ef fengist hefðu fjármunir í eðlilegt viðhald. Til dæmis hafi nær aldrei verið lögð ný klæðning yfir slitlagið frá því að vegurinn var lagður. Og ekki bara á þessum vegi, það er með flesta vegi sem við erum að fá í andlitið núna sem klæðningarnar eru að gefa sig, það er engöngu út af fjárskorti í viðhald,“ segir Pétur