Veðurstofan lækkar aðvörunarstig

24.08.2014 - 11:56
Mynd með færslu
 Mynd:
Veðurstofan hefur ákveðið að lækka viðvörunarstig fyrir Bárðarbungu aftur niður í appelsínugult úr rauðu. Í tilkynningu segir að athuganir hafi leitt í ljós að ekki hafi orðið gos undir Dyngjujökli í gær. Virkni þar hefur færst til norðurs og innskotið er talið vera orðið 30 kílómetra langt.

Skjálftavirkni í Bárðarbungu og undir Dyngjujökli er enn mjög mikill. 700 skjálftar hafa mælst frá miðnætti og eru heldur stærri en undanfarna daga. Virknin undir Dyngjujökli hefur færst til norðurs og er nú mest undir jaðri jökulsins þar sem skjálfti að stærðinni 4,2 mældist í morgun.

Veðurstofan segir engar vísbendingar um að dragi úr ákafa atburðanna og því er ekki hægt að útiloka að atburðarásin leiði til eldgoss. Athuganir hafi leitt í ljós að ekki var gos undir Dyngjujökli í gær. Sá mikli lágtíðniórói sem mældist í gær eigi sér því aðrar skýringar.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi