Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

„Veðmál vogunarsjóðanna gekk upp“

22.03.2017 - 08:59
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Sigurður Hannesson, sem sat í framkvæmdahópi um afnám hafta, gagnrýnir síðustu aðgerðir í afnáminu. Stjórnvöld segi eitt og geri annað. Veðmál vogunarsjóðanna hafi gengið upp. 

 

Sigurður var gestur Morgunútvarpsins á Rás 2 í morgun. Hann sagði að höftunum hafi upphaflega verið ætlað að gilda í nokkra mánuði, en það hafi tekið á níunda ár að losa þau, þótt að vissu leyti séu þau enn í gildi. Þau hafi þjónað þeim tilgangi að draga úr högginu sem varð við hrun bankanna. 

„Afnámið hefur tekist vel að mínu mati, en þó má segja að við lokaskrefið hefði farið vel á því að leyfa almenningi og atvinnulífi, fyrirtækjum og lífeyrissjóðum að fara út áður en að vogunarsjóðir, sem eiga aflandskrónur, fóru út.  Þar eigum við í rauninni við að glíma trúverðugleika vandamál vegna þess að stjórnvöld segja eitt og gera annað og við megum auðvitað ekki gleyma því að ekki eru allar aflandskrónurnar farnar út. Það er um helmingurinn, hundrað milljarðar af tvö hundruð, er ennþá eftir. Það á eftir að fara út og vandséð hvernig stjórnvöld ætla að taka á því þegar þau eru einu sinni búin að gera eitthvað annað en þau sögðust ætla að gera. Svoleiðis að trúverðugleikinn er vandamál en veðmál vogunarsjóðanna gekk algjörlega upp, sem var kannski að einhverju leyti að brjóta stjórnvöld,“ segir Sigurður. 

Þá sagði hann brýnt að lækka vexti; háir vextir leiði til áfalla með reglulegum hætti því þeir laði að erlent fjármagn þannig að krónan styrkist með lægri verðbólgu vegna lægra verðs á innfluttum vörum. Spenna byggist upp á endanum og krónan gefi eftir og verðbólguskot verður

 

holm's picture
Haukur Holm
Fréttastofa RÚV