Vaxtaverkir, valdabarátta, ákefð og ást

Mynd: Hera Hjartardóttir / Hera Hjartardóttir

Vaxtaverkir, valdabarátta, ákefð og ást

13.01.2020 - 12:50

Höfundar

Söngkonan Hera Hjartardóttir er nýflutt heim til Íslands eftir að hafa verið búsett á Nýja Sjálandi um árabil. Hún sendi nýverið frá sér lag sem nefnist Process og verður að finna á nýrri plötu sem kemur út í apríl.

Hera hefur síðustu ár haft nóg að gera í tónlistarsenunni á Nýja Sjálandi þar sem hún hefur síðustu ár meðal annars séð um að skipuleggja stóra tónlistarviðburði og unnið við alls kyns tónlistartengd verkefni. Hún segir að tónlistarlandslagið þar sé ekki ósvipað því íslenska og hefur lag hennar, How Does A Lie Taste? sem verður að finna á nýrri plötu söngkonunnar, notið þónokkurra vinsælda og komst það meðal annars á vinsældalista Rásar 2. Hera vinnur plötuna með Barða Jóhannssyni, sem yfirleitt er kenndur við Bang Gang og hafa þau unnið í plötunni síðustu þrjú árin. Viðurkennir hún að það sé skrýtin tilfinning að sleppa loksins takinu af henni eftir allan þann tíma. Þetta er fyrsta platan hennar í átta ár og kemur hún til með að fylgja henni eftir með tónleikaferðalagi um landið.

Lagið Process fjallar um augnablikið þegar þú áttar þig á því að þú þekkir ekki manneskju, sem er þér náin, eins vel og þú taldir þig gera. Í laginu syngur hún um vaxtarverki, valdabaráttu, ákefð og gremju ástarinnar. Lagið kom út á öllum helstu streymisveitum föstudaginn 10. janúar og hægt verður að sjá nýtt myndband við lagið á YouTube 17. janúar. 

Hlustaðu á viðtalið og lagið í spilara hér að ofan. 

Tengdar fréttir

Popptónlist

Ferskur en kunnuglegur blær í íslenska indí-landslagið

Tónlist

Fann listamannsnafnið í Fimbulfambi

Popptónlist

Ekkert að gera í norskum smábæ nema syngja í gospelkór