Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Vatn flæðir upp á þjóðveg - afleggjari rofinn

05.08.2018 - 15:05
Mynd með færslu
 Mynd: Björn Malmquist - RÚV
Vatn er tekið að flæða upp á þjóðveg eitt við afleggjarann að bænum Skál í Eldhrauni fyrir vestan Kirkjubæjarklaustur. Vatnshæðin hefur aukist hratt þar. Rétt upp úr klukkan þrjú kom grafa á staðinn til að rjúfa skarð í afleggjarann svo veita megi vatninu frá þjóðveginum.

Vegfarendur eru hvattir til að fara varlega um þessar slóðir. Lögreglan er á vettvangi til að stýra umferð. Þjóðvegurinn er enn opinn fyrir umferð á þessum slóðum en mjög er farið að hægja á umferð vegna vatnavaxtanna.

Mynd með færslu
 Mynd: Björn Malmquist - RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: Björn Malmquist - RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: Björn Malmquist - RÚV
Björn Malmquist
Fréttastofa RÚV
Björn Friðrik Brynjólfsson
Fréttastofa RÚV