Vatn er tekið að flæða upp á þjóðveg eitt við afleggjarann að bænum Skál í Eldhrauni fyrir vestan Kirkjubæjarklaustur. Vatnshæðin hefur aukist hratt þar. Rétt upp úr klukkan þrjú kom grafa á staðinn til að rjúfa skarð í afleggjarann svo veita megi vatninu frá þjóðveginum.