Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Vasulka-áhrif í endurnýjun lífdaga

Mynd: RÚV / RÚV

Vasulka-áhrif í endurnýjun lífdaga

07.11.2019 - 13:40

Höfundar

Vasulka-áhrifin, nýjasta heimildarmynd Hrafnhildar Gunnarsdóttur var frumsýnd á dögunum, en þar fjallar um Hrafnhildur um ævi og feril hjónanna Steinu og Woody Vasulka, brautryðjenda á sviði vídeólistar.

Hrafnhildur hefur þekkt hjónin í áratugi en fékk hugmynd að heimildarmynd um þau árið 2013. „Ég sá að ástandið var svolítið sérstakt á heimilinu. Þarna voru þau blönk, bara að pæla í því hvernig þau áttu að lifa af á bandarískum ellilaunum og fara yfir katalógana sína og myndefnið og reyna að skila því af sér þannig að arfleiðin myndi ekki alveg glatast. Og ég hugsaði bara: Já, nú ætla ég að mynda.“

Á meðan tökum stóð gerðist hins vegar hið ótrúlega að ferill hjónanna gekk í endurnýjun lífdaga. „Þau voru hætt að sýna nánast og síminn hættur að hringja þegar við byrjum að mynda en þá er eins og eitthvað gerist. Þau enda á því að fá umboðsmann og fara að poppa upp í listablöðum út um allan heim og allt í einu fer eitthvað að ganga. Nú er svo komið að það er verið að sýna þau á þessum stærstu söfnum aftur.“

Fjallað var um Vasulka-áhrifin í Menningunni. Horfa má á innslagið hér að ofan.

Tengdar fréttir

Myndlist

„Steina hefur haft áhrif á okkur öll“

Myndlist

Fiðluleikari sem varð frumkvöðull í vídeólist

Menningarefni

Svipmyndir af nýjum heiðurslaunahöfum

Stjórnmál

Lagt til að 23 listamenn fái heiðurslaun