Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Varðhald yfir konunni fellt úr gildi

06.11.2018 - 16:15
Mynd með færslu
 Mynd: Hólmfríður Dagný Friðjónsd - RÚV
Landsréttur felldi í dag úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Suðurlands yfir konu sem hefur verið í haldi vegna rannsóknar lögreglu á bruna á Selfossi á miðvikudaginn í síðustu viku. Gæsluvarðhaldið átti að renna út á fimmtudag. Í framhaldi af niðurstöðu Landsréttar hefur konan hafið afplánun eldri fangelsisdóms, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu. Maður er enn í haldi vegna málsins.

Karl og kona létust í brunanum sem kom upp síðdegis á miðvikudaginn í síðustu viku. Húsið við Kirkjuveg var alelda þegar slökkvilið kom á vettvang og slökkviliðsmenn komust ekki upp á efri hæð hússins þar sem fólkið sem lést var.