Varð fyrir eigin bíl

Mynd með færslu
 Mynd:

Varð fyrir eigin bíl

12.02.2014 - 17:06
Ökumaður varð fyrir eigin bíl í bílakjallara á Höfðatorgi í Reykjavík um hálfsexleytið í dag.

Slysið vildi þannig til að ökumaðurinn ætlaði að opna hlið í bílakjallaranum með kortaskanna en þurfti að stíga út úr bílnum til að ná til skannans. Hann taldi sig hafa gengið nægjanlega vel frá bílnum er hann steig út en ekki vildi betur til en svo að bíllinn reyndist vera í bakkgír og tók að renna aftur á bak. Ökumaðurinn varð fyrir opinni bílhurðinni, féll við það á gólf bílakjallarans og lenti fótur hans undir vinstra framhjóli bílsins. Bíllinn staðnæmdist á vegg skammt frá en ökumaðurinn var fluttur á slysadeild til skoðunar.

[email protected]