Varasamt efni í niðursuðudósum

Mynd með færslu
 Mynd:

Varasamt efni í niðursuðudósum

11.11.2013 - 14:21
Ný rannsókn hefur leitt í ljós að efni sem notað er í ýmsar tegundir plasts, getur haft skaðleg áhrif á heilsu manna í mun lægri styrk en áður var talið. Efnið heitir Bisfenól-A eða BPA og var talsvert var notað áður fyrr í vörur fyrir börn, pela og fleira.

BPA er líka notað í epoxýefnum, en lengi hefur tíðkast að nota epoxýhúð innan á niðursuðudósir.

Stefán Gíslason fjallar um BPA í Sjónmáli í dag og segir meðal annars frá tilraun þar sem tveir norskir fjölmiðlamenn borðuðu einungis dósamat í tvo daga.

Sjónmál  mánudaginn 11. nóvember 2013