Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Varaplanið að afturkalla höfuðstólslækkun

03.09.2014 - 12:15
Mynd með færslu
 Mynd:
Mynd:  / 
Alls sóttu 69.091 Íslendingar um lækkun á höfuðstóli húsnæðislána, en umsóknarfrestur rann út á mánudag. Alls verður 80 milljörðum á ári varið í lækkunina en fram hefur komið að 90% þeirra heimila sem voru með húsnæðislán í árslok 2009 eigi rétt á henni.

Tryggvi Þór Herbertsson, sem stýrir verkefninu í fjármálaráðuneytinu og Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri ræddu lækkunina. Skúli segir helst hafa komið á óvart í umsóknarferlinu, hversu mikið álag skapaðist. 80 manns störfuðu við að taka á móti umsóknum og svara í síma. 

Kærkominn glaðningur

Meðallækkun verður um 1,1 milljón krónur en fer ekki yfir 4 milljónir. Tryggvi segir að gera megi ráð fyrir að lækkunin nemi um 10 þúsund krónum á mánuði fyrir flest heimili. Hann segir að eflaust sé lækkunin hrein nauðsyn fyrir suma en kærkominn glaðningur fyrir aðra, enda hafi þróunin verið á þá leið að fasteignaverð hafi hækkað að undanförnu staða heimilianna batnað hratt á síðustu 1,5 - 2 árum. Þau séu í mörgum tilfellum í svipuðu ástandi og fyrir hrun.

Skúli segir dreifingu eftir búsetu vera á þann veg að rúmur helmingur umsókna komi frá íbúum höfuðborgarsvæðisins og nágrannasveitarfélaga. Nokkur þúsund umsóknir bárust frá nágrannalöndunum, þar af helmingur frá Noergi. Umsóknir eru frá 61 landi í heildina.