Athugið þessi frétt er meira en 12 ára gömul.

Varað við vatnavöxtum á Suðurlandi

21.04.2011 - 18:36
Mynd með færslu
 Mynd:
Úrkomubelti mun fara hægt austur yfir landið í nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Búast má við mikilli úrkomu í hlíðum Eyjafjallajökuls og við það skapast hætta á vatnavöxtum í ám umhverfis jökulinn.

Sérstaklega er varað við leiðinni inn í Þórsmörk. Síðla nætur og til morguns er aukin hætta á aurskriðum niður suðurhlíðar jökulsins. Reikna má með að úrkomutímabilið standi frá klukkan tíu í kvöld og til hádegis á morgun, Föstudaginn langa, segir í tilkynningu frá Almannavörnum.