Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Varað við djúpri haustlægð

30.08.2014 - 14:14
Mynd með færslu
 Mynd:
Veðurstofan varar við krappri og djúpri lægð sem kemur að landinu úr suðvestri aðfaranótt sunnudags, með stormi og rigningu. Búist er við suðaustan- og austanátt, 18-25 m/s, og allt að 28 m/s á hálendinu. Búast má við snörpum vindhviðum við fjöll, allt að 45 m/s.

Útlit er fyrir talsverða rigningu víða um land og mikla úrkomu suðaustantil. Dregur úr vindi og úrkomu aðfaranótt mánudags. Hiti verður á bilinu 10 til 17 stig og er búist við að öll úrkoman verði í formi rigningar, einnig á hæstu jöklum.

Veðurstofan segir að ekkert ferðaveður verði á morgun og hvetur fólk til að ganga frá lausum munum utandyra.