Veðurstofan varar við krappri og djúpri lægð sem kemur að landinu úr suðvestri aðfaranótt sunnudags, með stormi og rigningu. Búist er við suðaustan- og austanátt, 18-25 m/s, og allt að 28 m/s á hálendinu. Búast má við snörpum vindhviðum við fjöll, allt að 45 m/s.