Karlmaður á höfuðborgarsvæðinu tilkynnti um innbrot í gærkvöldi og hljómaði að sögn lögreglu eins og hann væri logandi hræddur. Því var farið tafarlaust á vettvang. Maðurinn tók sjálfur á móti lögreglunni og upplýsti að vampíra hefði látið ófriðlega á stigaganginum.