Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Vampíra í stigagangi

19.06.2012 - 16:06
Mynd með færslu
 Mynd:
Karlmaður á höfuðborgarsvæðinu tilkynnti um innbrot í gærkvöldi og hljómaði að sögn lögreglu eins og hann væri logandi hræddur. Því var farið tafarlaust á vettvang. Maðurinn tók sjálfur á móti lögreglunni og upplýsti að vampíra hefði látið ófriðlega á stigaganginum.

Segir í tilkynningu frá lögreglunni að þetta hafi að sjálfsögðu verið tekið alvarlega og að lögreglumenn hafi leitað af sér allan grun, en ekki fundið neina vampíru í húsinu. Var manninum þá bent á að hringja aftur í lögregluna ef vampíran birtist á nýjan leik og virtist það róa hann nokkuð. Ekki kom þó til þess og má því telja að vampíran hafi haldið sig fjarri. Segir svo að hvort um fjarskyldan ættingja Drakúla hafi verið að ræða sé hins vegar með öllu óljóst.