Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Valitor verður að opna fyrir Wikileaks

24.04.2013 - 16:34
Mynd með færslu
 Mynd:
Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að greiðslukortafyrirtækinu Valitor verði gert að opna greiðslugátt fyrir fyrirtækið Datacell þannig að það geti tekið við styrktarframlögum með greiðslukortum til WikiLeaks uppljóstrunarsíðunnar.

Að öðrum kosti þarf Valitor að greiða 800 þúsund krónur í dagsekt, fimmtán dögum frá birtingu dómsins.

Forsaga málsins er sú að WikiLeaks samdi fyrir tveimur árum við Datacell um að fyrirtækið tæki við styrktarframlögum með greiðslukortum til síðunar. Helstu kortafyrirtæki heims lokuðu fyrir greiðsluþjónustu til WikiLeaks og samdi Datacell þá við greiðslukortafyrirtækið Valitor um greiðsluþjónustuna. Nokkrum klukkustundum síðar lokaði Valitor hins vegar þjónustunni. Datacell höfðaði mál gegn Valitor þar sem þess var krafist að Valitor yrði gert að sæta dagsektum og það þvingað til að standa við gerða samninga til að hægt verði að taka við styrktarframlögum til WikiLeaks.