Vald og ímyndir

Mynd: ?? / wikimedia

Vald og ímyndir

19.06.2015 - 16:10

Höfundar

Á ráðstefnu í Háskóla Íslands var 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna minnst með ráðstefnunni, Vald og lýðræði á Íslandi – 100 árum síðar. Þar var meðal annars fjallað um Valds- og lýðræðisrannsóknina.

Rannsóknin er fjögurra ára verkefni þar sem athyglinni er beint að megingerendum í valds- og lýðræðiskerfum íslensks samfélags, svo sem löggjafanum, framkvæmdavaldinu, stjórnsýslunni, stjórnmálaflokkum, hagsmunasamtökum, fjölmiðlum og almenningi.

Einn þátttakenda í rannsókninni er Gyða Margrét Pétursdóttir lektor í kynjafræði og er rætt við hana í Samfélaginu.