Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Vajiralongkorn lýstur konungur í dag

01.12.2016 - 08:03
Erlent · Asía
Mynd með færslu
Maha Vajiralongkorn Bodindradebayavarangkun, Taílandskonungur, hefur dvalið langdvölum í Þýskalandi. Mynd: EPA
 Maha Vajiralongkorn, krónprins í Taílandi, verður lýstur konungur landsins í dag.

Hann tekur við af föður sínum Bhumibol Adulyadej, sem lést 13. október, og verður tíundi konungur Chakri- konungsættarinnar, sem ríkt hefur í Taílandi síðan 1782.

Vajiralongkorn, sem er 64 ára, verður þó ekki formlega krýndur konungur fyrr en eftir bálför föður síns, sem verður líklega á nýju ári. 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV