Í auglýsingunum er boðið upp á heilnudd, meðal annars að brasilískum sið. Vakin var athygli á málinu í Síðdegisútvarpinu á Rás tvö í gær og lýsti starfskona Stígamóta yfir áhyggjum af því að skipulögð glæpastarfssemi kynni að liggja að baki. Björgvin G. Björgvinsson er yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar.
"Ég held að það sé enginn vafi á því," segir Björgvin. "Það er búið að vera vitneskja um þetta í ákveðinn tíma enda bera auglýsingarnar það með sér að þetta er ekkert venjulegt nudd, þetta er falið vændi."
En eru auglýsingar eins og þessar milliganga, eru þær á gráu svæði lagalega?
"Ég myndi segja það," segir Björgvin. "Við höfum skoðað það með okkar lögfræðingum, það má skoða það mjög vel hvort þarna geti verið um milligöngu að ræða."