Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Útvarpsstjóri: „Mikil vonbrigði“

18.12.2015 - 18:20
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Útvarpsgjaldið lækkar um 1.400 krónur - úr 17.800 í 16.400 um áramótin. Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, segir það mikil vonbrigði að áætlanir um að halda því óbreyttu, gangi ekki eftir.

 

Með þeim hætti hefði verið hægt að tryggja áframhaldandi dagskrárframboði af svipuðu tagi og verið hefur.

Segir Magnús Geir. Nú sé hins vegar ljóst að skerða þurfi dagskrárþjónustu Ríkisútvarpsins. Magnús Geir segir að áætlanir sem gerðar voru, hafi verið unnar út frá óbreyttu útvarpsgjaldi. Nú þurfi að meta áhrif lækkunarinnar og gera áætlanir um viðbrögð.

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sagði í kvöld að Ríkisútvarpið fengi sérframlag úr ríkissjóði á næsta ári upp á 175 milljónir króna, sem verja á til kvikmynda- og þáttagerðar. Fjárframlag til Ríkisútvarpsins verði því áfram það sama 2016 og það var 2015. Magnús segir að þó að verið sé að skerða tekjur RÚV að raunvirði umtalsvert meira en sem nemur sérframlaginu. 

 „Við höfum verið að forgangsraða í þágu innlends efnis, og þetta vegur eitthvað á móti.“

Þrátt fyrir það þurfi nú að skera niður í dagskrá og þjónustu. 

 

 

Stjórnendur Ríkisútvarpsins hafa ekki farið yfir hve mikið þarf að spara vegna lækkunar útvarpsgjaldsins. Fyrirfram var þó talið að hagræða þyrfti um 400-500 milljónir, ef lækkun útvarpsgjalds bættist við launahækkanir á næsta ári. Sérframlagið upp á 175 milljónir kemur að einhverju leyti á móti.

 

Kári Gylfason
Fréttastofa RÚV