Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Útvarpsleikhúsið: Sol

Mynd með færslu
 Mynd: Tjarnarbíó

Útvarpsleikhúsið: Sol

18.04.2019 - 15:26

Höfundar

Ungur maður hverfur inn í heim tölvuleikja, einangrast og verður ástfanginn af tölvuleikjapersónu í útvarpsleikritinu SOL, sem er páskaleikrit Útvarpsleikhússins. Hlustið á alla þætti leikritsins hér.

Davíð upplifir umhverfi sitt sem tvo aðskilda heima. Annars vegar raunheiminn þar sem hann býr einn í stúdíóíbúð sinni, hræddur við það sem er hinumegin við útidyrnar og hinsvegar heim tölvuleikja og netsamskipta. Þar eru engin vandamál. Þar getur hann verið nákvæmlega sá sem hann vill vera. Þar getur hann líka verð með SOL. En er hægt að verða ástfanginn af manneskju sem maður veit nær ekkert um, hefur aldrei séð og hvað þá hitt? Eru stafrænar tilfinningar raunverulegar eða eru þær bara flóttaleið frá óútreiknanlegum raunveruleikanum?

SOL er útvarpsleikrit í fjórum þáttum eftir Hilmi Jensson og Trygga Gunnarsson.SOL er samstarfsverkefni Útvarpsleikhússins og leikhópsins Sómi þjóðar.

SOL: Salóme Gunnarsdóttir.
Davíð: Hilmir Jensson.
Haukur: Kolbeinn Arnbjörnsson.
Ásgeir: Ævar Þór Benediktsson.
Sólveig: Sólveig Guðmundsdóttir.
Hljóðvinnsla: Einar Sigurðsson.
Tónlist: Valdimar Jóhannsson.
Leikstjórn: Tryggvi Gunnarsson og Hilmir Jensson.