Útlit fyrir skort á hjúkrunarfræðingum

28.07.2014 - 08:55
Mynd með færslu
 Mynd:
Útlit er fyrir mikinn skort á hjúkrunarfræðingum á næstu árum. Þetta segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, í Morgunblaðinu í dag. 900 hjúkrunarfræðingar af þeim 2800 sem nú eru starfandi, komast á lífeyrisaldur á næstu þremur árum.

Á þeim tíma er útlit fyrir að aðeins fjögur hundruð ljúki námi í hjúkrunarfræði. Þá leiti margir í önnur störf vegna lélegra kjara og mikils vinnuálags.

Á sama tíma aukist þörfin fyrir hjúkrunarfræðinga hratt með hækkandi meðalaldri þjóðarninar. Ólafur segir nauðsynlegt að fjölga körlum í stétt hjúkrunarfræðinga, en þeir eru aðeins tvö prósent af stéttinni hér á landi.