Útilokar ekki að viðurkenna innlimun Krím

30.06.2018 - 01:24
President Donald Trump, accompanied by House Majority Leader Kevin McCarthy of Calif., speaks to members of the media as they arrive for a dinner at Trump International Golf Club in in West Palm Beach, Fla., Sunday, Jan. 14, 2018. (AP Photo/Andrew Harnik)
Donald Trump mótmælir því einarðlega að hann sé haldinn kynþáttafordómum. Mynd: AP
Donald Trump Bandaríkjaforseti útilokar ekki að viðurkenna innlumun Krímskaga í Rússland. Fréttastofa AFP greinir frá því að blaðamenn spurðu hvort forsetinn íhugaði að breyta opinberri afstöðu Bandaríkjanna gagnvart því að Rússland innlimaði Krímsskaga árið 2014 og viðurkenna þar með innlimun skagans. Trump útilokaði það ekki en sagðist einfaldlega ætla að sjá til.

Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimir Putin, forseti Rússlands ætla að hittast á fundi í Helsinki sextánda júlí. Samskipti þjóðanna hafa verið með kuldalegasta móti allt frá því að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Trump hefur frá því að hann tók við völdum reynt að bæta samskiptin.

 

Matthías Tryggvi Haraldsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi