Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Útiloka ekki framboð eftir fjögur ár

30.06.2012 - 23:21
Mynd með færslu
 Mynd:
Hvorki Herdís Þorgeirsdóttir, Ari Trausti Guðmundsson né Andrea Jóhanna Ólafsdóttir vildu útiloka framboð eftir fjögur ár. Þau sögðu þó að fjögur ár væru langur tími. Þóra Arnórsdóttir ætlar hins vegar ekki að gefa kost á sér í forsetaframboð þegar kjörtímabili Ólafs Ragnars lýkur.

Ólafur Ragnar sagði að þetta væri hans síðasta kjörtímabil á Bessastöðum.